Alþjóðlegt hitamet slegið í júní

Aldrei hefur mælst jafn hár hiti á heimsvísu í júní …
Aldrei hefur mælst jafn hár hiti á heimsvísu í júní líkt og í ár. AFP

Meðalhiti sem mældist í byrjun júní á heimsvísu er sá hlýjasti sem reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa hefur nokkurn tímann mælt á þessu tímabili og slær fyrri met til muna.

Greint hefur verið frá því að árið í ár sé El Niño-ár. El Niño-tíma­bil er þegar nátt­úru­leg hita­sveifla í aust­ur­hluta Kyrra­hafs­ins á sér stað . Hita­sveifl­an hef­ur í för með sér hærri sjáv­ar­hita en 0,5° af meðal­hita þess. Svona hita­sveifl­ur koma venju­lega upp fjórða eða sjötta hvert ár, og þá oft­ast rétt eft­ir jól. Ástandið hef­ur víðtæk áhrif á veður út um all­an heim, en flest­ar hita­bylgj­ur hafa átt sér stað á El Niño hita­tíma­bili.

Heitasti júnímánuður hingað til

„Heimurinn hefur nýverið upplifað sinn allra heitasta júní mánuð hingað til, en maí var einungis 0,1 gráðu frá heitasta maí mánuði sem hefur mælst“, sagði Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri loftslagsþjónustunnar Copernicus.

Þó þetta sé í fyrsta skiptið sem met er slegið í júní hefur hitastig nokkrum sinnum farið yfir hæstu met á veturna og á vorin. 

Copernicus tilkynntu nýlega að höf jarðarinnar hafi mælst hlýrri í seinasta mánuði en nokkurn annan maímánuð. Samkvæmt gögnum frá stofnuninni var daglegur meðalhiti á heimsvísu við, eða yfir 1,5 gráðu þröskuldinn á bilinu 7-11 júní. Hiti náði allt að 1,69 gráður þegar mest var þann 9 júní.

Brot úr gráðu getur haft alvarlegar afleiðingar

„Hvert einasta brot úr gráðu skiptir máli til að forðast enn alvarlegri afleiðingar loftslagskreppunnar, sagði Burgess. Copernicus hefur aðsetur í borginni Bonn í Þýskalandi, þar sem loftslagsviðræður undir forystu Sameinuðu Þjóðanna fara fram í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP28 sem verður haldin í Dubai í lok árs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert