Lögreglan í Minneapolis beiti oft of miklu valdi

Fólk safnast saman við mynd listamannsins Kenny Altifor af George …
Fólk safnast saman við mynd listamannsins Kenny Altifor af George Floyd sem lést eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin kraup á hálsi hans í heilar níu mínútur. AFP/Angela Weiss

Lög­regl­an í Minn­ea­pol­is í Minnesota-ríki Banda­ríkj­anna mis­mun­ar minni­hluta­hóp­um og beit­ir of miklu valdi. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum rann­sókn­ar dóms­málaráðuneyt­is Banda­ríkj­anna. Rann­sókn­in var fram­kvæmd í kjöl­far morðsins á Geor­ge Floyd sum­arið 2020.

Í skýrslu ráðuneyt­is­ins seg­ir að lög­regl­an í Minn­ea­pol­is beiti of miklu valdi í störf­um sínu, „þar með talið órétt­mætu og ban­vænu valdi“. Þar seg­ir einnig að lög­regl­an mis­muni svörtu fólki og fólki af frum­byggja­ætt­um með ólög­mæt­um hætti.

Skýrsl­an ger­ir grein fyr­ir mörg­um til­vik­um, bæði fyr­ir og eft­ir and­lát Floyds, þar sem lög­regla í Minn­ea­pol­is hef­ur skotið óvopnað fólk og fólk sem eng­in ógn stafaði af.

Floyd var myrt­ur af lög­reglu þann 25. maí 2020 þegar verið var að hand­taka hann fyr­ir að nota falsaðan seðil í versl­un. Þá hélt lög­reglumaður­inn Derek Chau­vin öðru hné á hálsi Floyds í tæp­ar tíu mín­út­ur, með þeim af­leiðing­um að hann kafnaði. Þrír aðrir lög­reglu­menn fylgd­ust aðgerðalaus­ir með. And­lát Floyds leiddi til mót­mæla á landsvísu vegna lög­reglu­of­beld­is og mis­mun­un­ar lög­reglu í garð svartra ein­stak­linga.

Drápu konu sem til­kynnti kyn­ferðis­brot

Meðal þeirra til­vika sem upp eru tal­in í skýrsl­unni er dæmi um að lög­regl­an hafi drepið konu sem hafði hringt í neyðarlín­una til þess að til­kynna kyn­ferðisof­beldi. Einnig er minnst á að lög­regla hafi drepið mann í gæslu­v­arðhaldi. Í skýrsl­unni er einnig bent á tíð til­vik þar sem lög­regl­an beit­ir of miklu valdi, oft með ban­væn­um af­leiðing­um.

Merrick Garland, dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir að borg­ar­yf­ir­völd í Minn­ea­pol­is hafi í meg­in­at­riðum samþykkt hert­ara eft­ir­lit dóms­málaráðuneyt­is­ins á lög­regl­unni þar. Hann seg­ir að rann­sókn­in sýni fram á að lög­regl­an í Minn­ea­pol­is brjóti oft gegn stjórn­ar­skrár­bundn­um rétt­ind­um og að and­lát Floyds hafi veitt vanda­mál­inu aukna at­hygli.

„[And­lát Floyds] hef­ur haft órift­an­leg áhrif á sam­fé­lagið í Minn­ea­pol­is, á landið okk­ar og um all­an heim,“ seg­ir Garland á blaðamanna­fundi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert