Lýsir sig saklausan af stórfelldum gagnaleka

Jack Teixeira lýsir sig saklausan af gagnaleka
Jack Teixeira lýsir sig saklausan af gagnaleka AFP/Stefani Reynolds

Flugvarðliðinn Jack Teixeira lýsti sig saklausan af ákærum um stórfelldan gagnaleka fyrir rétti í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa deilt upplýsingum sem varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna á mismunandi samfélagsmiðlum. Hann deildi trúnaðarskjölum á Twitter, 4Chan og Telegram á spjallþráðum.

Gagnalekinn þykir einkar vandræðalegur því að í gögnunum kemur fram meðal annar efasemdir Bandaríkjamanna um getu Úkraínumanna til að verjast gegn rússneska innrásarliðinu. Eins kemur fram að Bandaríkjamenn hafi verið að njósna um vinveittar þjóðir eins og Ísrael og Suður-Kóreu.

Stærsti lekinn síðan Snowden

Þá þykir málið vandræðalegt í ljósi þess að Teixeira er aðeins 21 árs gamall og með mjög lága tign innan flugher Bandaríkjanna. Umfang lekans er sá mesti síðan 2013 er upp komst um stórfelldan gagnaleka Edwards Snowden. Snowden var heldur ekki hár í tign en hafði aðgang að ótrúlegu magni háleynilegra upplýsinga.  

Teixeira var handtekinn 13. apríl síðast liðinn í umfangsmikilli aðgerð sem var sjónvarpað beint.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert