Stofnandi OceanGate hafnar ásökunum

Fimm menn létust um borð í kafbát OceanGate.
Fimm menn létust um borð í kafbát OceanGate. AFP/OceanGate Expeditions

Guillermo Söhnlein, annar stofnandi fyrirtækisins OceanGate, vísar á bug gagnrýni um öryggi og vottun kafbátsins Titan sem féll saman vegna þrýstings með þeim afleiðingum að allir fimm um borð létust.

Söhnlein hætti hjá OceanGate fyrir tíu árum en er enn hluthafi í fyrirtækinu.

Sagði hann að þeir sem hafa tjáð sig um öryggi bátsins, þar á meðal leikstjóri Titanic, James Cameron, væru ekki að fullu upplýstir.

Ekki viðstaddir hönnun eða prófun bátsins

„Fólk heldur áfram að leggja vottun að jöfnu við öryggi og hundsar fjórtán ára þróun Titan kafbátsins,“ sagði hann í viðtali við BBC.

„Hver sérfræðingur sem hefur skoðun á þessu, þar á meðal Cameron, þarf líka að viðurkenna að hafa ekki verið viðstaddur hönnun bátsins, verkfræðivinnu bátsins, byggingu bátsins og alls ekki prófun bátsins.“

Söhnlein sagði atvikið „hörmulegt tjón fyrir hafrannsóknasamfélagið“ en allir sem við þetta starfi séu meðvitaðir um hættuna á að vera í slíkum þrýstingi og að alltaf sé hætta á innsprengingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert