Hver er Jevgení Prígosjín?

Prígosjín tilkynnir í myndskeiði í dag að hann sé staddur …
Prígosjín tilkynnir í myndskeiði í dag að hann sé staddur í bækistöð rússneska hersins í Rostov-on-Don í Suður-Rússlandi. AFP/Úr myndskeiði

Jev­gení Vikt­oróvit­sj Prígosjín, fjár­magn­ari og innsti kopp­ur í búri Wagner-sveit­anna rúss­nesku, var ná­inn vin­ur Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta og jafn­an nefnd­ur „kokk­ur Pútíns“ sem sprottið er af því að eft­ir að hann losnaði úr fang­elsi í kjöl­far 13 ára dóms fyr­ir rán, lík­ams­árás og fjár­svik tók hann að reka pylsu­vagn í Pét­urs­borg en fljót­lega bætt­ist mat­vöru­versl­un við rekst­ur­inn og að lok­um fín­ir veit­ingastaðir. Hélt Pútín jafn­an upp á af­mæli sitt á veit­inga­stöðum Prígosjíns sem varð kveikj­an að kokksviður­nefn­inu.

Prígosjín til­heyr­ir hópi svo­kallaðra ólíg­arka, vafa­samra kaup­sýslu­manna sem auðguðust á ýms­um viðskipt­um í kjöl­far falls Sov­ét­ríkj­anna – viðskipt­um sem þoldu dags­ljósið mis­vel. Hann er fædd­ur 1. júní 1961 og stjórn­ar nú, auk Wagner-málaliðasveit­anna, fjölda fyr­ir­tækja, þar á meðal þrem­ur sem talið er að hafi reynt að hafa áhrif á niður­stöður for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um árið 2016.

Lofaði föng­um frelsi

Starf­semi kokks­ins er, eft­ir því sem fjöl­miðlar á borð við The Insi­der, Der Spieg­el og fleiri hafa fjallað um, ná­tengd rúss­neska varn­ar­málaráðuneyt­inu og leyniþjón­ust­unni GRU.

Prígosjín neitaði lengi vel öll­um tengsl­um við Wagner-sveit­irn­ar en í sept­em­ber í fyrra játaði hann loks að hafa komið þeim á fót vorið 2014 til að styðja her­sveit­ir Rússa í aðgerðum þeirra á Krímskag­an­um sem Rúss­ar sölsuðu þá und­ir sig. Varð mynd­skeið nokk­urt fleygt á sam­fé­lags­miðlum sem sýndi Prígosjín ræða við fanga í rúss­nesku fang­elsi og heita þeim frelsi ef þeir féllust á að starfa inn­an vé­banda Wagner-sveit­anna í sex mánuði.

Mörg fyr­ir­tækja Prígosjíns hafa lengi sætt viðskipta­banni í Banda­ríkj­un­um og Bretlandi og verið þar til rann­sókn­ar auk þess sem banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an FBI hef­ur sett 250.000 dala verðlaun til höfuðs hon­um og skuli hver sá hljóta sem lagt get­ur fram upp­lýs­ing­ar er leiði til hand­töku kokks­ins.

Hér einnig lesa um Prígosjín.

The Guar­di­an

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert