Látast frekar af barnsförum

Tori ​Bowie fagnar Ólympíu­gullinu í Ríó 2016 með Tiönnu Madison, …
Tori ​Bowie fagnar Ólympíu­gullinu í Ríó 2016 með Tiönnu Madison, Allyson Felix og English Gardner. ​ AFP/Eric Feferberg

Þrjár kon­ur úr boðhlaups­sveit Banda­ríkj­anna, sem vann gull í 4x100 metra hlaupi á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó árið 2016, hafa reynt að eign­ast börn. Bæði Tianna Madi­son og Allyson Fel­ix lentu í mikl­um hremm­ing­um við að fæða börn sín og Tori Bowie lést ný­verið af barns­för­um. All­ar eru þær þeldökk­ar.

Fel­ix vek­ur at­hygli á þessu í banda­ríska tíma­rit­inu Time en mik­il umræða hef­ur verið um ör­yggi þeldökkra kvenna í fæðingu eft­ir svip­legt frá­fall Bowie. „Við erum að tala um krísu meðal svartra kvenna,“ seg­ir Fel­ix. „Hér erum við með þrjá ólymp­íu­meist­ara og við erum samt í hættu,“ bæt­ir hún við og á þar við að þær hafi all­ar verið ung­ar og vel á sig komn­ar lík­am­lega.

Bowie var 32 ára þegar hún fannst lát­in á heim­ili sínu í byrj­un maí. Hún var kom­in átta mánuði á leið og ófætt stúlku­barn henn­ar dó einnig. Sögu­sagn­ir fóru á kreik um að Bowie hefði stytt sér ald­ur eða að henni hefði jafn­vel verið ráðinn bani en krufn­ing­ar­skýrsla tók af öll tví­mæli – hún lést af barns­för­um. Að því er fram kem­ur í skýrsl­unni var bana­mein henn­ar fæðing­ar­krampi í kjöl­far meðgöngu­eitr­un­ar og fleiri tengdra kvilla.

Tek­in með bráðakeis­ara

Fel­ix kveðst hafa fengið meðgöngu­eitrun á sinni meðgöngu en dótt­ir henn­ar, Camryn, fædd­ist árið 2018. Hún var send með hraði á spít­ala, þar sem dótt­ir henn­ar var tek­in með bráðakeis­ara­sk­urði eft­ir aðeins 32 vikna meðgöngu. „Ég vissi ekki hvort ég myndi hafa það af, hvort ég myndi nokk­urn tíma halda á hinni ynd­is­legu dótt­ur minni.“

Tori Bowie lést af barnsförum seint í apríl.
Tori Bowie lést af barns­för­um seint í apríl. AFP/​Adri­an Denn­is


Tianna Madi­son (sem stund­um er kölluð Tianna Bartoletta) þurfti að eiga sitt barn eft­ir 26 vik­ur vegna heilsu­far­svanda­mála.

Fel­ix kveðst, eins og svo marg­ar svart­ar kon­ur, ekki hafa gert sér grein fyr­ir hætt­unni sem fylgdi meðgöng­unni en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá stofn­un­inni Centers for Disea­se Control and Preventi­on frá ár­inu 2021 þá eru svart­ar kon­ur í Banda­ríkj­un­um 2,6 sinn­um lík­legri til að lát­ast af barns­för­um en hvít­ar kon­ur. Þá benda rann­sókn­ir til þess að hvergi í hinum þróaða heimi séu dauðsföll kvenna al­geng­ari í eða rétt eft­ir fæðingu en ein­mitt í Banda­ríkj­un­um.

Lækn­ir­inn sagði ekki neitt

„Um það bil fimm dög­um áður en ég átti Camryn var ég að snæða þakk­ar­gjörðar­máltíð með fjöl­skyldu minni og nefndi að ég væri með bjúg á fót­un­um,“ seg­ir Fel­ix. „Fleiri við borðið töluðu um sína reynslu af meðgöng­unni, frænka mín fékk einnig bjúg en mamma ekki. Eng­inn minnt­ist á að það gæti verið vís­bend­ing um fæðing­areitrun. Þegar ég varð ófrísk sett­ist lækn­ir­inn minn ekki niður með mér og gerði mér grein fyr­ir kvill­um sem ég ætti að vera vak­andi fyr­ir á meðgöng­unni vegna þess að mér væri meiri hætta búin en öðrum.“

Við þetta ástand verður ekki unað, að dómi Fel­ix. „Þessu verður að breyta, strax, sér­stak­lega í ljósi hörmu­legs frá­falls Tori­ar. Nú er vakn­ing. Serena Williams var rétt dáin á meðgöngu og Beyoncé fékk meðgöngu­eitrun. Það er öm­ur­legt að dauða Tori­ar þurfi til að koma þessu aft­ur á kortið og vekja fólk til um­hugs­un­ar um vand­ann. En oft­ar en ekki þurf­um við á slíkri áminn­ingu að halda.“

Nán­ar er fjallað um málið í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert