Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir skammlífa uppreisn Jevgenís Prikósjíns og Wagners-málaliðanna sýna raunverulega bresti í valdi Pútíns.
Segir hann uppresinina beina áskorun á vald forsetans og að atburðarrásin veki upp djúpstæðar spurningar. BBC greinir frá.
Segir hann of snemmt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir Wagner-liða en eins og komið hefur fram hyggjast stjórnvöld í Kreml ekki ákæra uppreisnarmennina.
Segir Blinken að ákvörðun Pútíns um að ráðast inn í Úkraínu hafi skapað ringulreið innan Rússlands.
„Ef við setjum þetta í samhengi þá var Pútín fyrir 16 mánuðum við borgarhliðið í Kænugarði og hugsðist taka borgina á nokkrum dögum - eyða landinu af kortinu. Nú hefur hann þurft að verja Moskvu, höfuðborg Rússlands, gegn málaliðum á eigin vegum,“ sagði Blinken.
Þannig segir hann raunverulega bresti í valdi forsetans en að erfitt sé að segja til um afleiðingarnar á þessari stundu. „Þessi þáttaröð er í sýningu og við höfum ekki séð lokaþáttinn ennþá.“