Upphafið að endi valdatíðar Pútíns

Mikaíl Kasíanov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands undir Vladimír Pútín á árunum …
Mikaíl Kasíanov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands undir Vladimír Pútín á árunum 200-2004 segir að uppreisn Jevgení Prigósjín og Wagner-málaliðanna marki upphafið að endinum á valdatíð Pútíns. AFP

Mikaíl Kasíanov, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands undir Vladimír Pútín á árunum 2000-2004, segir að uppreisn Jevgenís Prigósjíns og Wagner-málaliðanna marki upphafið að endinum á valdatíð Pútíns.

Í samtali við BBC segir Kasíanov að Prigósjín hafi gereyðilagt stöðugleika valdatíðar forsetans og að stórt spurningarmerki verði nú sett við Pútín.

Segir hann þá að hann telji að Prigósjín muni á einhverjum tímapunkti halda til Afríku þar sem hann muni halda til í skóginum.

Kasíanov var látinn fara úr ríkisstjórn Pútíns og síðan hefur hann verið einn helsti gagnrýnandi forsetans.

Pútín og Kasíanov þegar allt lék í lyndi.
Pútín og Kasíanov þegar allt lék í lyndi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert