Augljóst veikleikamerki hjá Pútín

Baldur Þórhallsson prófessor.
Baldur Þórhallsson prófessor. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

„Það er erfitt að meta það á þessu stigi, en við fyrstu sýn virðist þetta veikja stöðu Pútíns og gæti jafnvel gert rússneska hernum erfiðara um vik í Úkraínu,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður að því hvaða afleiðingar hann sæi fyrir sér af skammvinnri uppreisn Jevgenís Prígosjíns og málaliða hans í Wagner-hersveitinni.

„Þessi uppreisn sýnir að Pútín stendur veikari fótum en menn áttuðu sig á og ef einhverjir hafa í huga að koma honum frá völdum, sjá þeir að það er möguleiki á því, þó það gerist kannski ekki alveg á næstunni. Ef menn sjá fram á valdaskipti í Moskvu, þá er ekkert víst að frjálslyndari öfl taki þar við. Það yrði ekki björgulegt fyrir Vesturlönd af borgarastyrjöld yrði í Rússlandi þar sem mögulegt væri að enn hættulegri menn en Pútín næðu völdum og yfirráðum yfir kjarnorkuvopnum landsins,“ segir Baldur.

Baldur segir að ef ekki hefði náðst sú sátt sem orðin er, þá hefði stefnt í mikil átök á milli rússneska hersins og Wagner-liðanna. Það hefði getað þýtt blóðug átök og gríðarlegt mannfall sem enginn veit til hvers hefði leitt. Hversu lengi ráðamenn í rússneska hernum myndu standa með Pútín í slíkum átökum sé líka spurning.

Baldur segir að það hversu lítilli fyrirstöðu Wagner-liðarnir mættu á leið sinni til Moskvu sé augljóst veikleikamerki hjá Pútín. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert