Ebrahim Raisi, forseti Íran, ræddi við Vladimír Pútín Rússlandsforseta símleiðis í dag. Raisi lýsti yfir „fullum stuðningi“ við Pútín í kjölfar valdaránstilraunar Wagner-málaliðhópsins sem var aflýst á laugardag.
„Íranski forsetinn lýsti yfir fullum stuðningi við stjórn Rússlands í tengslum við atburðarrás 24. júní,“ sagði í yfirlýsingu frá Kreml.
Þá ræddi Pútín einnig við Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani, emír Katar, sem lýsti einnig yfir stuðningi við forsetann.
Rússlandsforseti kom í fyrsta sinn opinberlega fram í dag eftir að valdaránstilrauninni var aflýst. Pútín ávarpaði fundargesti á ráðstefnu í gegnum fjarfundarbúnaði frá Kreml.