Jevgení Prigósjín, yfirmaður rússnesku Wagner-sveitanna rússnesku, segir að uppreisn hafi verið gerð til þess að bjarga Wagner-sveitunum en ekki til þess að knésetja ríkisstjórn Rússlands.
Þetta er meðal þess sem kemur frá í 11 mínútna hljóðupptöku sem hann sendi frá sér í dag.
„Við vorum að sýna fram á mótmæli okkar en ekki að steypa stjórnvöldum í landinu,“ sagði Prigósjín.
Er þetta það fyrsta sem heyrist frá honum opinberlega síðan hann tilkynnti skyndilega að hann hefði hætt við að marsera til Moskvu um helgina og skipaði mönnum sínum að hörfa til baka til bækistöðva sinna.
Prigósjín sagði að Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hafi lagt fram tillögur um það hvernig Wagner-hópurinn gæti starfað áfram.
„Lúkasjenkó rétti fram hönd sína og bauðst til þess að finna lausnir til þess að einkarekna hernaðarfyrirtækið Wagner gæti starfað áfram með löglegum hætti, sagði Prigósjín.
Í upptökunni sagði hann einnig að Wagner-liðar hafi fundið fyrir stuðningi almennings í þeim bæjum sem menn hans fóru í gegnum í Rússlandi á leið til Moskvu.
Þar hafi sést „mjög alvarleg“ öryggisvandamál í Rússlandi.
Ekki kemur fram í upptökunni hvar Prigósjín sé staðsettur.