Prigósjín leysir frá skjóðunni

Jev­gení Prígosjín sendi frá sér hljóðupptöku í dag.
Jev­gení Prígosjín sendi frá sér hljóðupptöku í dag. AFP

Jev­gení Prigósjín, yf­ir­maður rúss­nesku Wagner-sveit­anna rúss­nesku, segir að uppreisn hafi verið gerð til þess að bjarga Wagner-sveitunum en ekki til þess að knésetja ríkisstjórn Rússlands.

Þetta er meðal þess sem kemur frá í 11 mínútna hljóðupptöku sem hann sendi frá sér í dag.

„Við vorum að sýna fram á mótmæli okkar en ekki að steypa stjórnvöldum í landinu,“ sagði Prigósjín.

Er þetta það fyrsta sem heyrist frá honum opinberlega síðan hann tilkynnti skyndi­lega að hann hefði hætt við að marsera til Moskvu um helgina og skipaði mönn­um sín­um að hörfa til baka til bækistöðva sinna.

Fundu fyrir stuðningi á leiðinni

Prigósjín sagði að Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hafi lagt fram tillögur um það hvernig Wagner-hópurinn gæti starfað áfram.

„Lúkasjenkó rétti fram hönd sína og bauðst til þess að finna lausnir til þess að einkarekna hernaðarfyrirtækið Wagner gæti starfað áfram með löglegum hætti, sagði Prigósjín.

Í upptökunni sagði hann einnig að Wagner-liðar hafi fundið fyrir stuðningi almennings í þeim bæjum sem menn hans fóru í gegnum í Rússlandi á leið til Moskvu.

Þar hafi sést „mjög alvarleg“ öryggisvandamál í Rússlandi.

Ekki kemur fram í upptökunni hvar Prigósjín sé staðsettur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert