„Skrímslið vinnur nú gegn skapara sínum“

Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri ESB.
Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri ESB. AFP/Simon Wolfahrt

„Það sem gerðist um helgina sýnir að stríðið í Úkraínu er að hafa neikvæð áhrif á stjórn Rússlands,“ sagði Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri ESB, við blaðamenn í dag. Utanríkisráðherrar sambandsins funda í Lúxemborg í dag. 

Borell sagði að óstöðugleiki í kjarnorkuveldinu væru ekki jákvæðar fréttir. 

Hann sagði að mikilvægasta niðurstaða atburðarrásar helgarinnar væri að stríð Vladimírs Pútíns í Rússlandi og „skrímslið“ sem Pútín bjó til með Wagner-málaliðahópnum bitni nú á forsetanum. 

„Skrímslið vinnur nú gegn skapara sínum,“ sagði Borell. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert