Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir Jevgení Prigósjín, leiðtoga Wagner-hópsins, vera á leið til landsins.
Lúkasjenkó hafði milligöngu um samkomulag til að binda enda á aðgerðir Wagner-hópsins í Rússlandi síðastliðinn laugardag.
„Ég sé að Prigósjón er nú þegar um borð í flugvél. Já, hann verður kominn til Hvíta-Rússlands í dag,“ er haft eftir forsetanum á fundi með stjórnmálamönnum.
Ekki er ljóst hvort Prigósjín er þegar lentur.
Vladimír Pútin, forseti Rússlands, tjáði sig um uppreisnina í dag, og sagði að leiðtogar uppreisnarinnar úr Wagner-hópnum muni mæta réttvísinni.