Sagði Pútín að þyrma lífi Prigósjíns

Alexander Lúkasjenkó segist hafa beðið Vladimír Pútín um að þyrma …
Alexander Lúkasjenkó segist hafa beðið Vladimír Pútín um að þyrma lífi Jevgenís Prigósjín. Samsett mynd

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segist hafa sagt Vladimír Pútín, forseta Rússlands, að þyrma lífi Jevgenís Prigósjín, leiðtoga Wagner-hópsins.

Prigósjín leiddi uppreisn gegn rússneska hernum um helgina en lét af ferð sinni til Moskvu fyrir tilstilli Lúkasjenkó, að því er sagt. Nú segir Lúkasjenkó að Prigósjín sé á leið til Hvíta-Rússlands. 

Pútín og Lúkasjenkó hafa verið góðir félagar um langt skeið. 

„Ég sagði við Pútín: Við gætum klárað hann, minnsta málið. Ef ekki í fyrstu tilraun, þá í annarri tilraun. Ég sagði við hann, ekki gera þetta,“ sagði Lúkasjenkó á fundi með öryggisráði, að sögn þarlendra fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert