Lögreglan leyfir Kóranbrennu

Sænsk-danski öfgamaðurinn Rasmus Paludan heldur á Kóraninum við tyrkneska sendiráðið …
Sænsk-danski öfgamaðurinn Rasmus Paludan heldur á Kóraninum við tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi 21. janúar. AFP/Fredrik Sandberg

Lög­regl­an í Stokk­hólmi hef­ur leyft að Kór­an­inn, helgi­rit múslima, verði brennd­ur í mót­mæl­um við mosku í Södermalm í dag og hef­ur, eft­ir því sem TV4 grein­ir frá, kallað eft­ir liðsauka frá öllu land­inu til að bæla niður þau átök sem reiknað er með að geti brot­ist út við brenn­una.

Mót­mæla­leyfið sem lög­regl­an hef­ur gefið út nær til tveggja þátt­tak­enda eft­ir því sem sænska frétta­stof­an TT grein­ir frá. Öðrum þeirra hafði lög­regla áður synjað um að fá að brenna ritið fyr­ir fram­an sendi­ráð Íraks í Stokk­hólmi og bar hann þá synj­un und­ir stjórn­sýslu­dóm­stól sem dæmdi hana ólög­lega og á það féllst milli­dóms­stigið sænska, kamm­arrätten, eft­ir áfrýj­un lög­reglu.

Rök­styður lög­regla ákvörðun sína nú, um að leyfa brenn­una, með því að sú áhætta og þær hugs­an­legu af­leiðing­ar sem brenn­an geti haft í för með sér telj­ist ekki það stór­vægi­leg­ar að rétt­læti synj­un.

Tyrk­nesk stjórn­völd fyrt­ust ræki­lega við þegar dansk-sænski öfgamaður­inn Rasmus Palu­dan brenndi Kór­an­inn fyr­ir fram­an tyrk­neska sendi­ráðið í Stokk­hólmi í janú­ar. Ekk­ert varð fyr­ir vikið af fyr­ir­hugaðri heim­sókn sænska varn­ar­málaráðherr­ans Pål Jon­son til Tyrk­lands til að ræða um­sókn Svía um inn­göngu í Atlants­hafs­banda­lagið.

Fredrik Hallström, yf­ir­maður and­hryðju­verka­deild­ar sænsku ör­ygg­is­lög­regl­unn­ar Säpo, sagði í viðtali við TT í maí að aðgerðir á borð við Kór­an­brenn­ur gleymd­ust ekki held­ur yrðu um langt skeið hluti af ímynd Svíþjóðar á alþjóðavett­vangi sem lands sem bryti gegn gild­um íslam.

Aft­on­bla­det

TV4

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert