Macron um skotárásina: „Ófyrirgefanlegt“

Slökkviliðsmenn slökkva eld í bíl á meðan á mótmælum stóð …
Slökkviliðsmenn slökkva eld í bíl á meðan á mótmælum stóð í hverfinu Nanterre í vesturhluta Parísar. AFP/Zakaria Abdelkafi

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir það bæði „óskiljanlegt“ og „ófyrirgefanlegt“ að unglingur hafi verið skotinn til bana af lögreglunni í gær.  

Óeirðir brutust út í úthverfum Parísar, höfuðborgar Frakklands, í kjölfarið. 

Hreyft við allri þjóðinni

„Unglingur var drepinn. Það er óskiljanlegt og ófyrirgefanlegt,“ sagði Macron er hann heimsótti frönsku borgina Marseille.

Hann bætti við að málið hefði „hreyft við allri þjóðinni“ og hann sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu fórnarlambsins, sem var 17 ára piltur að nafni Naël.

Emmanuel Macron ræðir við íbúa í hverfinu Benza í frönsku …
Emmanuel Macron ræðir við íbúa í hverfinu Benza í frönsku borginni Marseille í morgun. AFP/Guillaume Horcajuelo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka