Mistök 13 fangavarða leiddu til dauða Epstein

Jeffrey Epstein lést í fangelsi árið 2019.
Jeffrey Epstein lést í fangelsi árið 2019. AFP

Al­var­leg­ir mis­brest­ir í fang­elsi í New York leiddu til þess að kyn­ferðisaf­brotamaður­inn Jef­frey Ep­stein var fær um að taka eigið líf, sam­kvæmt nýrri skýrslu dóms­málaráðuneyt­is Banda­ríkj­anna.

Fanga­verðir brugðust skyld­um sín­um með því að skilja Ep­stein eft­ir ein­an og fram­kvæma ekki leit í klefa hans. Í skýrsl­unni, sem er 120 blaðsíðna löng, seg­ir að þrett­án starfs­menn hafi brugðist skyld­um sín­um, að því er BBC grein­ir frá.

Ep­stein, sem var sakaður um kyn­ferðis­brot gegn börn­um, þurfti aldrei að svara til saka fyr­ir dóm­stól­um þar sem hann lést í fang­elsi í ág­úst 2019, 66 ára að aldri. Niðurstaða krufn­ing­ar leiddi í ljós að hann hefði tekið eigið líf með því að hengja sig.

Fanga­verðir fölsuðu skjöl

Fram kem­ur að fanga­verðir hafi van­rækt að fylgj­ast með Ep­stein og falsað síðan skjöl til að leyna mis­tök­um sín­um. Þá hafi eft­ir­lits­mynda­vél­ar á staðnum ekki virkað og því eng­in mynd­bands­upp­taka til sem sýni klefa Ep­stein kvöldið sem hann lést.

„Sam­spil van­rækslu, mis­ferl­is og bein­lín­is mis­brests á vinnu­frammistöðu stuðlaði að um­hverfi þar sem að öll­um lík­ind­um einn al­ræmd­asti fang­inn í haldi BOP (Feder­al Bureau of Pri­sons) var skil­inn eft­ir án eft­ir­lits og einn í klefa sín­um,“ sagði Michael Horowitz, sér­stak­ur rann­sak­andi dóms­málaráðuneyt­is­ins.

Í svari sínu við skýrsl­unni sagði Colette Peters, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna, niður­stöðurn­ar vera al­var­leg­ar, en að þeir sem væru sakaðir um mis­ferli væru mjög lítið hlut­fall af um það bil 35 þúsund starfs­mönn­um í meira en 120 fang­els­is­stofn­un­um.

Í skýrsl­unni er því hafnað að dánar­or­sök Ep­steins væri ein­hver önn­ur en sjálfs­víg, en ýms­um sam­særis­kenn­ing­um um dauðdaga hans hef­ur verið haldið á lofti.

Metropolit­an-fang­els­inu í New York, þar sem Ep­stein var í haldi, var lokað árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert