Réttarhöld hafin yfir Kevin Spacey

Kevin Spacey að yfirgefa Southwark Crown dómsalinn í London áðan.
Kevin Spacey að yfirgefa Southwark Crown dómsalinn í London áðan. AFP/Daniel Leal

Rétt­ar­höld yfir banda­ríska leik­ar­an­um Kevin Spacey hóf­ust í dag í London. Alls eru ákæru­liðirn­ir á hend­ur hon­um tólf tals­ins og er hon­um gert að sök að hafa brotið kyn­ferðis­lega á fjór­um karl­mönn­um frá ár­inu 2001 til árs­ins 2013.

Rétt­ar­höld­in halda áfram á föstu­dag­inn og er gert ráð fyr­ir því að þau muni standa yfir í fjór­ar vik­ur. Spacey seg­ist sak­laus af þess­um ákær­um.

Kevin Spacey veifaði blaðamönnum fyrir utan dómsal fyrr í morgun.
Kevin Spacey veifaði blaðamönn­um fyr­ir utan dómsal fyrr í morg­un. AFP/​Daniel Leal

Spacey var kærður í tveim­ur öðrum mál­um á síðustu árum í Banda­ríkj­un­um þar sem hann var í bæði skipt­in ásakaður um kyn­ferðis­brot gagn­vart karl­mönn­um. Í einu mál­inu var hann sýknaður en hinu mál­inu vísað frá. Hann hef­ur ávallt haldið fram sak­leysi sínu.

Kevin Spacey á magnaðan kvik­mynda­fer­il að baki en er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir að hafa leikið í mynd­un­um American Beuty, L.A. Con­fi­dential og The Usual Su­spects. Einnig sló hann í gegn sem aðalleik­ar­inn í þátt­un­um Hou­se of Cards. 

Kevin Spacey lék Frank Underwood í þáttunum House of Cards.
Kevin Spacey lék Frank Und­erwood í þátt­un­um Hou­se of Cards. Hou­se of Cards
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert