Hætta gæti steðjað að ríkjum í nágrenni Hvíta-Rússlands vegna viðveru Wagner-liða í landinu, að mati Andrzej Duda, forseta Póllands.
„Það er erfitt fyrir okkur að útiloka að viðvera Wagner-málaliðahópsins í Hvíta-Rússlandi skapi hættu fyrir mögulega Pólland, sem á landamæri að Hvíta-Rússlandi, hættu fyrir Litháen, og Lettland,“ sagði Duda við blaðamenn í heimsókn sinni til Kænugarðs.
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, sagði Jevgení Prigósjín, leiðtoga Wagner-hópsins, vera á leið til landsins í gær.
Lúkasjenkó var sagður hafa milligöngu um samkomulag til að binda enda á aðgerðir Wagner-hópsins í Rússlandi síðastliðinn laugardag.
„Ég sé að Prigósjón er nú þegar um borð í flugvél. Já, hann verður kominn til Hvíta-Rússlands í dag,“ var haft eftir forsetanum á fundi með stjórnmálamönnum.