Segir hættu steðja að nágrannaríkjunum

Wagner-málaliðahópurinn gerði uppreisn á laugardaginn.
Wagner-málaliðahópurinn gerði uppreisn á laugardaginn. AFP/Telegram/@razgruzka_vagnera

Hætta gæti steðjað að ríkjum í nágrenni Hvíta-Rússlands vegna viðveru Wagner-liða í landinu, að mati Andrzej Duda, forseta Póllands.

„Það er erfitt fyrir okkur að útiloka að viðvera Wagner-málaliðahópsins í Hvíta-Rússlandi skapi hættu fyrir mögulega Pólland, sem á landamæri að Hvíta-Rússlandi, hættu fyrir Litháen, og Lettland,“ sagði Duda við blaðamenn í heimsókn sinni til Kænugarðs. 

Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, for­seti Hvíta-Rúss­lands, sagði Jev­gení Prigó­sjín, leiðtoga Wagner-hóps­ins, vera á leið til landsins í gær.

Lúka­sj­en­kó var sagður hafa milli­göngu um sam­komu­lag til að binda enda á aðgerðir Wagner-hóps­ins í Rússlandi síðastliðinn laug­ar­dag.

„Ég sé að Prigó­sjón er nú þegar um borð í flug­vél. Já, hann verður kom­inn til Hvíta-Rúss­lands í dag,“ var haft eft­ir for­set­an­um á fundi með stjórn­mála­mönn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert