Trump kærir Carroll eftir að Carroll vann gegn Trump

Trump og Carroll kæra hvort annað fram og til baka.
Trump og Carroll kæra hvort annað fram og til baka. AFP/Chip Somodevilla

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur kært blaðamanninn E. Jean Carroll fyrir meiðyrði. Þetta gerir hann eftir að hafa verið dæmdur sekur um meiðyrði gegn Carroll og að hafa brotið á henni kynferðislega.

Guardian greinir frá.

Carroll kærði Trump fyrir nauðgun og meiðyrði. Meint nauðgun á að hafa átt sér stað í mátunarklefa í versl­un Bergdorf Goodm­an árið 1996. Carroll greindi fyrst frá atvikinu árið 2019 og neitaði Trump því opinberlega að nokkuð hafi gerst á milli þeirra. Carroll kærði Trump fyrir meiðyrði vegna þeirra ummæla sem hann lét falla eftir að hún greindi fyrst frá.

Málið fór Carroll í vil nú í maí og var Trump dæmdur sekur um meiðyrði og kynferðisbrot og þarf hann að greiða tæplega 700 milljónir króna til Carroll.

E. Jean Carroll fyrir utan dómstóla í daginn sem málið …
E. Jean Carroll fyrir utan dómstóla í daginn sem málið féll henni í vil. AFP/Stephanie Keith

Nú hefur Trump áfrýjað þessari niðurstöðu og kært Carroll fyrir meiðyrði vegna ummæla sem Carroll lét falla þegar niðurstaða fyrra máls varð ljós. Sækist hann eftir því að Carroll dragi ummæli sín til baka og greiði honum skaðabætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert