Erdogan argur út í Svía

Recep Tayyip Erdogan.
Recep Tayyip Erdogan. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmdi í dag sænsk stjórnvöld harðlega fyrir að heimila mótmæli í landinu þar sem karlmaður kveikti í blaðsíðum úr Kóraninum, helsta trúarriti múslíma í Stokkhólmi.

Þetta þykir draga verulega úr möguleika Svía á að ganga hratt inn í Atlantshafsbandalagið, NATO. 

Íraskur karlmaður stóð fyrir mótmælunum fyrir utan mosku í höfuðborg Svíþjóðar. Maðurinn hafði fengið leyfi frá lögreglunni til að halda mótmælin sem fóru fram á sama tíma og trúarhátíð múslíma, Eid al-Adha, sem fer nú fram. 

Frá mótmælum sem Salwan Momika stóð fyrir í Stokkhólmi í …
Frá mótmælum sem Salwan Momika stóð fyrir í Stokkhólmi í gær. AFP

„Við munum á endanum kenna hinum hrokafullu Vesturlandabúum að það telst ekki vera frjáls hugsun að móðga múslíma,“ sagði Erdogan í sjónvarpsávarpi. 

Ummæli Erdogans falla einni viku áður en hátt settir embættismenn Tyrkja og Svía munu funda í Brussel í Belgíu til að ræða umsókn Svía í NATO. 

Tyrkir og Ungverjar, sem eiga einnig aðild að NATO, hafa neitað að staðfesta aðildarumsókn Svía, sem öll önnur NATO-ríki hafa gefið grænt ljós. 

Vestrænir embættismenn vonast til að bjóða Svía velkomna í NATO þegar bandalagið heldur leiðtogafund í Litháen 11. og 12. júlí. 

Í skriflegri ákvörðun sænsku lögreglunnar, sem heimilaði fyrrgreind mótmæli, að út frá öryggissjónarmiðum þá hefði ekki, samkvæmt núgildandi lögum, verið hægt að meina manninum að synja beiðni mannsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert