Erdogan argur út í Svía

Recep Tayyip Erdogan.
Recep Tayyip Erdogan. AFP

Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, for­dæmdi í dag sænsk stjórn­völd harðlega fyr­ir að heim­ila mót­mæli í land­inu þar sem karl­maður kveikti í blaðsíðum úr Kór­an­in­um, helsta trú­ar­riti mús­líma í Stokk­hólmi.

Þetta þykir draga veru­lega úr mögu­leika Svía á að ganga hratt inn í Atlants­hafs­banda­lagið, NATO. 

Írask­ur karl­maður stóð fyr­ir mót­mæl­un­um fyr­ir utan mosku í höfuðborg Svíþjóðar. Maður­inn hafði fengið leyfi frá lög­regl­unni til að halda mót­mæl­in sem fóru fram á sama tíma og trú­ar­hátíð mús­líma, Eid al-Adha, sem fer nú fram. 

Frá mótmælum sem Salwan Momika stóð fyrir í Stokkhólmi í …
Frá mót­mæl­um sem Salw­an Mo­mika stóð fyr­ir í Stokk­hólmi í gær. AFP

„Við mun­um á end­an­um kenna hinum hroka­fullu Vest­ur­landa­bú­um að það telst ekki vera frjáls hugs­un að móðga mús­líma,“ sagði Er­dog­an í sjón­varps­ávarpi. 

Um­mæli Er­dog­ans falla einni viku áður en hátt sett­ir emb­ætt­is­menn Tyrkja og Svía munu funda í Brus­sel í Belg­íu til að ræða um­sókn Svía í NATO. 

Tyrk­ir og Ung­verj­ar, sem eiga einnig aðild að NATO, hafa neitað að staðfesta aðild­ar­um­sókn Svía, sem öll önn­ur NATO-ríki hafa gefið grænt ljós. 

Vest­ræn­ir emb­ætt­is­menn von­ast til að bjóða Svía vel­komna í NATO þegar banda­lagið held­ur leiðtoga­fund í Lit­há­en 11. og 12. júlí. 

Í skrif­legri ákvörðun sænsku lög­regl­unn­ar, sem heim­ilaði fyrr­greind mót­mæli, að út frá ör­ygg­is­sjón­ar­miðum þá hefði ekki, sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um, verið hægt að meina mann­in­um að synja beiðni manns­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert