„Rasísk“ Kóranbrenna í Svíþjóð

Salwan Momika með Kóraninn í Stokkhólmni í gær.
Salwan Momika með Kóraninn í Stokkhólmni í gær. AFP/Jonathan Nackstrand

Írönsk stjórnvöld hafa fordæmt Kóranbrennu í Svíþjóð og segja hana „rasíska“ og „óábyrga“.

Salwan Momika, 37 ára Íraki sem flúði til Svíþjóðar fyrir þó nokkrum árum síðan, stappaði ofan á Kóraninum, helgiriti múslíma, í gær áður en hann kveikti í nokkrum blaðsíðum fyrir framan stærstu mosku Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar. Lögreglan fylgdist náið með uppákomunni.

Lögreglan veitti Momika leyfi til mótmælanna sökum málfrelsis, en sagðist síðar hafa hafið rannsókn á Kóranbrennunni, sem hefur vakið hörð viðbrögð múslíma víðs vegar um heiminn.

Uppákoman fór fram á sama tíma og múslímar fagna trúarhátíðinni Eid-al-Adha.

AFP/Jonathan Nackstrand

Í yfirlýsingu sinni sagðist íraska ríkisstjórnin fordæma harðlega „endurtekin tilfelli þar sem hinn heilagi Kóran er brenndur af einstaklingum með öfgafullt og truflað hugarfar“.

„Þessi athæfi sýna hatursfullan og agressífan anda sem gengur gegn tjáningarfrelsinu,“ sagði hún einnig.

„Þau eru ekki bara rasísk heldur upphefja þau einnig ofbeldi og hatur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert