„Veikari Pútín“ hættulegri

Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsótti Narín-Kala-virkið í Derbent í Dagestan í …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsótti Narín-Kala-virkið í Derbent í Dagestan í gær. AFP/Gavriil Grigorov

Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, telur að uppreisn Wagner-liða síðustu helgi hafi gert það að verkum að meiri hætta stafi af Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Uppreisnin er talin hafa veikt stöðu Pútíns verulega.

„Veikari Pútín þýðir meiri hætta. Við þurfum að vera mjög vakandi fyrir afleiðingunum,“ sagði Borrell fyrir leiðtogafund ESB í Brussel.

„Fram að þessu höfðum við horft á Rússland sem ógn útaf því mikla valdi semhefur verið beitt í Úkraínu. Núna þurfum við að horfa á Rússland sem hættu útaf óstöðugleika innanlands.“

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði uppreisnina leiða til eftirmála og að mikilvægt væri að auka við stuðning við Úkraínu, hvort sem hann væri í formi fjárstyrks eða hergagna.

Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins.
Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. AFP/Kenzo Triboulliard
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert