„Þeim var fagnað“

Fögnuður almennra Rússa við komu Wagner-liða þegar þeir sóttu inn að Kreml um síðustu helgi vekur upp áleitnar spurningar fyrir Pútín og stjórnvöld í Rússlandi. Hefðu íbúar Moskvu gert slíkt hið sama? Óvissan því tengd hlýtur að naga Pútín að innan. Þetta segir Stefán Gunnar Sveinsson sérfræðingur Morgunblaðsins í málefnum Rússlands og Úkraínu.

Stefán er gestur Hólmfríðar Maríu Ragnhildardóttir í Dagmálum í dag þar sem farið er yfir væringar síðustu daga í Rússlandi þegar Jevgení Prigósín, leiðtogi Wagner-málaliðasveitarinnar, lýsti yfir stríði á hendur varnarmálaráðherra Rússlands fyrir viku. Uppreisnin varði þó skammt en Prigósjín stöðvaði sókn sinna manna síðla á laugardag.

Þátturinn er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins í fullri lengd en einnig sem hljóðskrá. 

Staða Vladimírs Pútíns í heimalandinu hefur veikst verulega undanfarna daga.
Staða Vladimírs Pútíns í heimalandinu hefur veikst verulega undanfarna daga. AFP/Sergei Savostyanov
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka