Þungt högg fyrir Biden

Málið var eitt af helstu baráttumálum ríkisstjórnar Bidens.
Málið var eitt af helstu baráttumálum ríkisstjórnar Bidens. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld geti ekki þurrkað út námslán milljóna Bandaríkjamanna. Þetta þykir vera mikið högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta sem lagði mikla áherslu á þetta mál. 

Hæstiréttur segir að Biden hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að afskrifa rúmlega 400 milljóna dala skuldir námsmanna, sem samsvarar um 54 milljörðum kr.. 

Biden kveðst vera algjörlega ósammála niðurstöðu dómstólsins, að því er Hvíta húsið í Washington segir í yfirlýsingu. 

Mótmælendur komu saman við húsnæði Hæstaréttar Bandaríkjanna.
Mótmælendur komu saman við húsnæði Hæstaréttar Bandaríkjanna. AFP

AFP hefur eftir heimildarmanni innan raða bandarísku stjórnsýslunnar að Biden muni ekki gefast upp. 

Alls komust sex dómarar af níu að þessari niðurstöðu. 

Ákvörðun Bidens um skuldaafléttinguna byggði á Hetjulöggjöfinni svkölluðu sem var samþykkt á Bandaríkjaþingi eftir hryðjuverkaárásirnar í september árið 2001, en samkvæmt henni er stjórnvöldum heimilt að afskrifa skuldir á tímum neyðarástands. Ríkisstjórn Bidens hélt því fram að þetta væri mikilvægur efnahagslegur stuðningur fyrir landsmenn í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Meirihluti Hæstaréttar var þó á öðru máli sem fyrr segir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert