Kveiktu í 1.350 ökutækjum og 234 byggingum

Ríkisstjórn Frakklands sagði ofbeldið hafa minnkað miðað við fyrri nætur.
Ríkisstjórn Frakklands sagði ofbeldið hafa minnkað miðað við fyrri nætur. AFP/Charly Triballeau

Ofbeldi og rán einkenndu fjórðu nótt mótmæla í Frakklandi, en 1.311 manns hafa verið handteknir eftir nóttina, samkvæmt uppfærðum tölum innanríkisáðuneytis Frakklands.

Útför Nahel, 17 ára unglingspilts sem skotinn var til bana af lögregluþjóni, fór fram í úthverfi Parísar í dag. Mikill fjöldi fólks var saman kominn við kirkjugarðinn og lýsti fréttamaður AFP spennuþrungnu andrúmslofti.

Alls særðust 79 manns

Ríkisstjórn Frakklands sagði ofbeldið hafa minnkað miðað við fyrri nætur, þó svo að fjöldi handtekinna hafi ekki verið meiri frá upphafi mótmælanna.

Kveikt var í 1.350 ökutækjum og 234 byggingum í nótt. Þá voru 2.560 tilvik þar sem kveikt var í á almannavettvangi. Alls særðust 79 manns, ýmist lögreglumenn eða mótmælendur.

Verslanir voru rændar í borgunum Marseille, Lyon og Grenoble. Alls voru 406 handteknir í og við París í nótt.

Skemmdarverk og rán voru framin í fjölmörgum verslunum í Frakklandi.
Skemmdarverk og rán voru framin í fjölmörgum verslunum í Frakklandi. AFP/Clement Mahoudeau
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka