Nærri þúsund handteknir í nótt

Alls voru 45 þúsund lögreglumenn að störfum í nótt.
Alls voru 45 þúsund lögreglumenn að störfum í nótt. AFP/Jeff Pachoud

Lögreglan í Frakklandi handtók 994 manns á landsvísu á fjórðu nótt mótmæla.

Alls voru 45 þúsund lögreglumenn að störfum í Frakklandi í nótt á brynvörðum ökutækjum til að bæla niður óeirðir.

Hörð mótmæli hafa staðið yfir í landinu í kjölfar þess að lögregluþjónn skaut 17 ára unglingspilt til bana.

Tour de France hefst í dag

Í borginni Marseille voru 88 manns handteknir og rán framið í skotvopnaverslun.

Hjólreiðakeppnin Tour de France hefst á Spáni í dag, en keppendur hjóla til Frakklands á mánudaginn. Skipuleggjendur segjast tilbúnir að laga sig að hvaða aðstæðum sem er.

Keppnin stendur yfir í þrjár vikur og lýkur í París sunnudaginn 23. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka