Vill fá boð til Vilníus

Volodimír Selenskí vill fá boð til Vilníus.
Volodimír Selenskí vill fá boð til Vilníus. AFP/Sergei Chuzavkov

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vilja fá að koma á fund Atlantshafsbandalagsins(NATO), sem fram fer í Vilníus í Litháen 11. til 12. júlí næstkomandi.

„Við þurfum að fá virkilega skýr og skiljanleg skilaboð á fundinum í Vilníus að Úkraína muni fá inngöngu í NATO eftir að stríðinu lýkur,“ sagði Selenskí við blaðamenn í Kænugarði í dag. 

Forsætisráðherra Spánar, Pedro Snanchez, heimsótti Kænugarð í dag.

„Boð á þennan fund bandalagsins væri fyrsta, gagnlega skrefið. Það væri mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði forsetinn. 

Sanchez og Selenskí féllust í faðma í dag.
Sanchez og Selenskí féllust í faðma í dag. AFP/Forsetaembætti Úkraínu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert