„Allt þetta er ekki gert fyrir Nahel“

Óeirðir hafa staðið í fimm daga í Frakklandi. Þær hafa …
Óeirðir hafa staðið í fimm daga í Frakklandi. Þær hafa nú borist til Sviss. AFP

Fjölskylda Nahel M., unglingsdrengsins sem skotinn var af stuttu færi af lögreglumanni í Frakklandi í síðustu viku, hafa beðið óeirðaseggi um að láta af gripdeild og eyðileggingu.  

„Við viljum ekki að fólk eyðileggi og steli. Allt þetta er ekki gert fyrir Nahel,“ er haft eftir talsmanni fjölskyldunnar í samtali við BBC. 

Þessi í stað hafa þau óskað eftir því að fólk komi saman í friðsamlegri göngu í minningu Nahel.

Eins kallaði fjölskyldan eftir því lögreglumenn fengju betri þjálfun við skyldustörf auk lagabreytingar um skorður við skotvopnaburði lögreglu. 

Nahel var skotinn af stuttu færi eftir að hann neitaði að verða við ósk lögreglumanna um að stöðva bifreið sem hann ók.

Löggjöfinni breytt árið 2017

Löggjöf um meðferð skotvopna lögreglumanna var breytt árið 2017 sem víkkaði heimildir þeirra til að nota skotvopn við skyldustörf.

Í kjölfarið hefur færst í aukana að lögreglumenn grípi til skotvopna við almenna löggæslu, til dæmis þegar ökumenn eru stöðvaðir.

Atvikið með Nahel náðist á myndband. Þar má sjá hvernig Nahel hyggst ekki verða við skipunum lögreglumana um að stöðva bíl sem hann ók.

Það sem af er ári hafa þrír verið drepnir í sambærilegum aðstæðum og þrettán á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka