Árásin rannsökuð sem morðtilraun

Elisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, ávarpar blaðamenn eftir árásina á heimili …
Elisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, ávarpar blaðamenn eftir árásina á heimili Vincent Jeanbrun í nótt. AFP/Charly Triballeau

Árásamennirnir í Frakklandi sem reyndu að kveikja í heimili Vincent Jeanbrun, bæj­ar­stjóra L'Hay-les-Roses suður af Par­ís, í nótt skutu eldflaugum á eiginkonu hans og börn þegar þau reyndu að flýja heimilið. 

Atvikið hefur vakið athygli en það er rannsakað sem tilraun til manndráps. Ekki er búið að nafngreina þann grunaða að því er fram kemur í frétt BBC.

Jeanbrun var ekki heima þegar atvikið átti sér stað, en eiginkona hans fótbrotnaði og eitt barna þeirra slasaðist. 

Mótmæli síðustu vikuna

Mótmæli hafa staðið yfir í Frakklandi undanfarna daga eftir að lögregla skaut unglingspilt til bana á þriðjudag. 

Jeanbrun sagðist hafa verið á skrifstofu sinni að fylgjast með ástandinu þegar árásin á heimili hans átti sér stað. Árásamennirnir tróðu bíl í gegnum hlið heimilisins, áður en þeir kveiktu í bílnum svo eldurinn myndi læsa sig húsið sagði Jeanbrun í yfirlýsingu. 

Jeanbrun sagði þetta „morðtilraun ólýsanlegs hugleysis“. „Farið hefur verið yfir línu,“ sagði hann.

Forgangsverkefni dagsins hjá Jeanbrun hefur verið að sjá um fjölskyldu sína, en þrátt fyrir atvikið er vilji hans til að vernda og þjóna lýðveldinu meiri en áður. 

Óeirðir í Frakklandi 

Árásin á heimili Jeanbrun varð á fimmta kvöldi ofbeldisfullra mótmæla víðsvegar um landið vegna dauða Nahel M., 17 ára drengs, sem var skotin af lögreglu.

Um 45.000 lögreglumenn hafa verið til störf í Frakklandi um helgina til að stjórna mótmælunum og sagði innanríkisráðuneytið að kvöldið hefði verið rólegra, eða færri handtökur í heildina.

Hins vegar voru fleiri en 700 handteknir víðs vegar um landið og fleiri en 800 eldar voru kveiktir af óeirðaseggjum í nótt, sögðu embættismenn.

Jeanbrun hafði áður hvatt frönsk stjórnvöld til að koma á neyðarástandi til að bregðast við óeirðunum, sem Emmanuel Macron forseti hefur hingað til neitað að gera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka