Fordæma brennu á Kóraninum

Stuðningsmenn írönsku Sadrista hreyfingarinnar söfnuðust saman fyrir utan sænska sendiráðið …
Stuðningsmenn írönsku Sadrista hreyfingarinnar söfnuðust saman fyrir utan sænska sendiráðið í Bagdad á miðvikudag í mótmælaskyni. AFP/Ahmad Al-Rubaye

Stjórn­völd í Svíþjóð hafa for­dæmt brennu á Kór­an­in­um sem var fyr­ir utan aðalmosku Stokk­hólms fyrr í vik­unni.

Sögðu þau það „íslam­fób­ískt“ at­hæfi, eft­ir að alþjóðleg ís­lömsk stofn­un hvatti til aðgerða til að forðast brenn­ur í framtíðinni 

„Sænska rík­is­stjórn­in hef­ur full­an skiln­ing á því að íslamó­fób­ísk at­hæfi ein­stak­linga, sem fram­in eru í mót­mæl­um í Svíþjóð geti verið móðgandi fyr­ir mús­líma,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. 

For­dæma verknaðinn 

„Við for­dæm­um harðlega verknaðinn, sem end­ur­spegl­ar á eng­an hátt sjón­ar­mið sænsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ sagði jafn­framt í yf­ir­lýs­ing­unni. 

Rík­is­stjórn­in for­dæmdi brenn­una til þess að bregðast við ákalli um sam­eig­in­leg­ar ráðstaf­an­ir til þess að forðast framtíðarbrenn­ur Kór­ans­ins frá Sam­tök­um um íslamska sam­vinnu sem hef­ur aðset­ur í Sádi Ar­ab­íu. 

Sam­tök­in hitt­ust í höfuðstöðvum sín­um í Jeddah til þess að bregðast við at­viki sem átti sér stað á miðviku­dag, þar sem írask­ur rík­is­borg­ari, bú­sett­ur í Svíþjóð, Salw­an Mo­mika 37 ára að aldri, stappaði á ís­lömsku helgi­bók­inni og kveikti í nokkr­um blaðsíðum. 

Hvetja til sam­eig­in­legra ráðstaf­ana

OIC hvatti aðild­ar­rík­in til að „gera sam­einaðar og sam­eig­in­leg­ar ráðstaf­an­ir til að koma í veg fyr­ir end­ur­tekið at­vik þar sem van­helg­un af­rita af“ Kór­an­in­um end­ur­taki sig, sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu sem gef­in var út eft­ir „óvenju­lega“ fund­inn.

"Brunn­inn á Kór­an­in­um, eða öðrum heil­ög­um texta, er móðgandi og van­v­irðandi at­höfn og skýr ögr­un. Tján­ing um kynþátta­hat­ur, út­lend­inga­hat­ur og skyld óþol eiga ekki heima í Svíþjóð eða í Evr­ópu," sagði sænska ut­an­rík­is­ráðuneytið.

Rétt til tán­inga­frels­is 

Á sama tíma bætti ráðuneytið við að Svíþjóð hefði „stjórn­ar­skrár­var­inn rétt til funda-, tján­ing­ar- og sýni­frels­is.

Lönd þar á meðal Írak, Kúveit, Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­in og Mar­okkó hafa kallað sænska sendi­herra til sín í mót­mæla­skyni við Kór­an­brenn­una.

Ut­an­rík­is­ráðherra Írans, Hossein Amir-Abdolla­hi­an, sagði á sunnu­dag að Íran­ar væru að bíða með að senda nýj­an sendi­herra sinn til Svíþjóðar, Hojjatollah Fag­hani, í kjöl­far brun­ans. 

Sænska lög­regl­an hafði veitt Mo­mika leyfi í sam­ræmi við mál­frelsis­vernd, en yf­ir­völd sögðu síðar að þau hefðu hafið rann­sókn vegna „óróa gegn og þjóðern­is­hópi,“ og bentu á að Mo­mika hefði brennt síður úr ís­lömsku helgi­bók­inni mjög ná­lægt mosk­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert