Óeirðaseggir í Frakklandi keyrðu bíl inn í heimili bæjarstjóra L'Hay-les-Roses suður af París með þeim afleiðingum að eiginkona hans og eitt barn þeirra særðust.
Bæjarstjórinn Vincent Jeanbrun tilkynnti í dag að mótmælendur hefðu keyrt bílinn inn í húsið og kveikt síðan í á meðan fjölskyldan svaf.
„Í nótt var áfanga náð í skelfingu og óþokka,“ sagði hann.
Hann bætti við að um morðtilraun hefði verið að ræða.
Atvikið átti sér stað á fimmtu nótt mótmæla og óeirða, en lögreglan í Frakklandi handtók 719 manns í nótt.
Hörð mótmæli brutust út í kjölfar þess að 17 ára unglingspiltur var skotinn til bana af lögregluþjóni. Útför hans fór fram í gær.