Slökkviliðsmaður lést við störf í óeirðunum í nótt

Mótmælendur í borginni Nice í gærkvöldi.
Mótmælendur í borginni Nice í gærkvöldi. AFP&Valery Hace

Franskur slökkviliðsmaður lést við störf í óeirðum í norðurhluta Parísar í nótt. 

Gerald Darmanin innanríkisráðherra greindi frá því að slökkviliðsmaðurinn hafi verið 24 ára gamall og hafi látist er hann var að reyna ráða niðurlögum elds í bílakjallara í hverfinu Seine-Saint-Denis. 

157 voru handteknir í nótt á landsvísu.
157 voru handteknir í nótt á landsvísu. AFP/Betrand Guay

Miklar óeirðir hafa staðið yfir í landinu eftir að hinn 17 ára Nahel M. var skotinn til bana af lögregluþjóni á þriðjudag.

157 voru handteknir í nótt á landsvísu, sem eru mun færri en fyrri nætur.

Fjöl­skylda Nahel M. hefur beðið óeirðaseggi um að láta af grip­deild og eyðilegg­ingu. Þessi í stað hafa þau óskað eft­ir því að fólk komi sam­an í friðsam­legri göngu í minn­ingu Nahel M.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert