Franskur slökkviliðsmaður lést við störf í óeirðum í norðurhluta Parísar í nótt.
Gerald Darmanin innanríkisráðherra greindi frá því að slökkviliðsmaðurinn hafi verið 24 ára gamall og hafi látist er hann var að reyna ráða niðurlögum elds í bílakjallara í hverfinu Seine-Saint-Denis.
Miklar óeirðir hafa staðið yfir í landinu eftir að hinn 17 ára Nahel M. var skotinn til bana af lögregluþjóni á þriðjudag.
157 voru handteknir í nótt á landsvísu, sem eru mun færri en fyrri nætur.
Fjölskylda Nahel M. hefur beðið óeirðaseggi um að láta af gripdeild og eyðileggingu. Þessi í stað hafa þau óskað eftir því að fólk komi saman í friðsamlegri göngu í minningu Nahel M.