Vökvun golfvalla sóun á vatni

Plöntum var komið fyrir í og við holurnar í mótmælaskyni.
Plöntum var komið fyrir í og við holurnar í mótmælaskyni. AFP/Extinction Rebellion

Aðgerðarsinnar í loftlagsmálum stífluðu holur á tíu golfvöllum víðsvegar um Spán um helgina í mótmælaskyni gegn óhóflegri vatnsnotkun íþróttarinnar á sama tíma og Evrópa býr við mikla þurrka. 

Aðgerðarsinnar frá Extinction Rebellion (XR) fylltu í holurnar í skjóli nætur í Barcelona, ​​Madríd, Valencia, Baskalandi, Navarra og Balearic eyjunni í Ibiza til að fordæma „sóun á vatni í einum versta þurrk sem Evrópa hefur orðið fyrir".

Í yfirlýsingu frá hópnum segir að það sé ekki hægt að spila golf án vatns. 

„Golf á sér engan stað í heiminum án vatns,“ sagði í yfirlýsingu frá hópnum, sem beitir beinum aðgerðum til að undirstrika viðvaranir sínar um hættuna fyrir jörðina.

Notuðu sement og plöntur 

Sumir aðgerðarsinnar lokuðu holunum með sementi og skildu eftir borða með áletruninni: „Viðvörun: þurrkar! Golf lokað vegna loftslagsréttlætis“ á meðan aðrir fylltu holurnar með plöntum, sagði XR-hópurinn. 

„Bara ein hola á golfvelli eyðir meira en 100.000 lítrum af vatni á dag til að viðhalda flötinni í kring,“ sagði XR og vitnaði í tölur frá spænsku félagasamtökunum Ecologists in action.

„Á Spáni eru 437 golfvellir vökvaðir á hverjum degi,“ sagði þar og fullyrt að vatnsmagnið sem notað væri, væri „hærra en íbúar Madríd og Barcelona samanlagt, fyrir skemmtun sem varla 0,6 prósent íbúanna njóta".

Aðgerðarsinnarnir fordæmi „ábyrgðarleysið og tortryggnina við að láta þessa tegund af elitískri dægradvöl halda áfram þegar Spánn þornar upp og dreifbýlið tapar milljónum vegna skorts á vatni fyrir uppskeru sína“. 

Sérfræðingar segja að hlutar Spánar, sem er stærsti útflytjandi heimsins á ólífuolíu og lykiluppspretta ávaxta og grænmetis í Evrópu, hafi ekki verið jafn þurrir í þúsund ár. Vegna þess að langvarandi þurrkar tæma uppistöðulón upp að helmingi eðlilegrar getu. 

Lúxus sem við höfum ekki efni á 

Sumarið 2022 var það heitasta í sögu Evrópu, tölur frá ESB sýndu að þurrkarnir í álfunni voru þeir verstu í að minnsta kosti 500 ár.

Í síðustu viku sagði Evrópska þurrkaeftirlitsstöðin að 60 prósent af yfirráðasvæði Spánar væru á rauðri viðvörun milli 1.-10. júní vegna skorts á rigningu þar sem að í fyrstu hitabylgju sumarsins fór hitastigi yfir 44 gráður.

Mótmælin á golfvellinum koma í kjölfar svipaðra aðgerða undanfarnar vikur í Malaga, Sevilla, Almeria og Cordoba sem og fyrri aðgerðum í Madríd í október síðastliðnum, sagði hópurinn.

Extinction Rebellion hópurinn sagði aðgerðina vera hluta af röð alþjóðlegra mótmæla „sem beinast að ríkasta 1 prósent þjóðarinnar“ í gegnum golfvelli þeirra, einkaþotur og hágæða bíla til að gera ljóst að „hinir ríku og tómstundastarf þeirra, sem sóa nauðsynlegum auðlindum, sé lúxus sem við höfum ekki efni á“.

Hópurinn kallar því eftir „tafarlausri og lýðræðislega samþykktri áætlun um vatnsnotkun, þar sem vökvun golfvalla er takmörkuð“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert