Dregur úr umfangi óeirða í Frakklandi

Slökkviliðsmenn kæfa eld í Parísarborg eftir óeirðir næturinnar.
Slökkviliðsmenn kæfa eld í Parísarborg eftir óeirðir næturinnar. AFP/Stefano Rellandini

Innanríkisráðuneyti Frakklands segir að verulega hafi dregið úr umfangi óeirða síðasta sólarhringinn. Nú er vika liðin frá því lögreglumaður skaut unglinginn Nahel Merzouk við almennt umferðareftirlit.

Franska lögreglan fer fyrir umfangsmiklum aðgerðum til þess að ná tökum á óeirðunum. Alls voru 72 handteknir í nótt, þar af 24 í París. Kveikt var í 24 byggingum í nótt. Undanfarna tvo sólarhringa hafa um 45 þúsund lögreglumenn verið á vakt vegna ástandsins. 

Fjölmennt lögreglulið hefur verið á vaktinni undanfarna daga.
Fjölmennt lögreglulið hefur verið á vaktinni undanfarna daga. AFP

Þar að auki var kveikt í 159 bifreiðum og kveiktir 202 eldar í ruslatunnum og víðar. Bæjastjórar í Frakklandi boðuðu til mótmæla gegn óöldinni í landinu. Merkja sumir ákveðin þáttaskil eftir að mótmælendur létu brennandi bíl skella á heimili bæjarstjóra eins útbæjar Parísar. Fjölskylda bæjarstjórans slasaðist og húsið stórskemmdist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert