Fjórir létust í Lvív

Afleiðingar árásar næturinnar í Lvív.
Afleiðingar árásar næturinnar í Lvív. AFP/Yuriy Dyachyshyn

Fjórir létust í árásum Rússa í borginni Lvív í Úkraínu í nótt. Áður var talið að þrír hefðu látist í árásunum en nú hefur tala látinna hækkað. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, lofað að árásunum verði svarað með áþreifanlegum hætti.

Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðarhús í Lvív í gær. Igor Klí­men­kó innanríkisráðherra segir að 32 hafi særst í árásunum en borgarstjórinn segir árásina með þeim stærri sem gerðar hafa verið á innviði borgarinnar. 

Rússneski herinn hefur ekki tjáð sig um árásina.

Hin 76 ára gamla Anna var á meðal þeirra sem …
Hin 76 ára gamla Anna var á meðal þeirra sem slasaðist í árás Rússa á blokkina í Lvív. AFP/Yuriy Dyachyshyn

Rússneskir hryðjuverkamenn

Klímenkó sagði á Telegram að hið minnsta sjö hefði verið bjargað úr rústum byggingarinnar og talið væri að fjöldi væri fastur undir brakinu. 

Á Telegram skrifaði Selenski við myndband af rústum hússins: „Afleiðingar næturárásar rússneskra hryðjuverkamanna. Því miður þá lést fólk og slasaðist. Við munum svara óvininum. Með áþreifanlegum hætti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert