Franski lögreglumaðurinn sem skaut ungling til bana við umferðareftirlit í úthverfi Parísarborgar í síðustu viku neitar að hafa hótað honum áður en hann hleypti af skotinu.
Lögreglumaðurinn er nefndur Florian M. í frönskum miðlum. Hann ræddi við innra eftirlit lögreglunnar skömmu eftir að atvikið átti sér stað.
Lát unglingsins, sem hét Nahel M. og var 17 ára gamall, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi. Mótmælt var á götum úti víða um landið.
Samkvæmt afriti af því neitaði hann að hafa sagt: „þú færð kúlu í höfuðið“. Heyra má þau orð í myndbandsupptöku af atvikinu sem vegfarandi tók upp.
Rannsóknarlögreglan telur að lögreglumaðurinn sem var með honum á vettvangi hafi sagt orðin sem um ræðir, en frekari rannsókn á gögnum málsins stendur yfir.
Florian M. var handtekinn skömmu seinna. Í morgun lýsti hann yfir sakleysi sínu þegar málið var þingfest í dómsal í Versölum.
Hann er ákærður fyrir manndráp af ásetningi.