Segir Prigó­sjín enn í Rússlandi  

Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, for­seti Hvíta-Rúss­lands, segir Jev­gení Prigó­sjín ekki vera í …
Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, for­seti Hvíta-Rúss­lands, segir Jev­gení Prigó­sjín ekki vera í Hvíta-Rússlandi. AFP/Natalia Kolesnikova

Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, for­seti Hvíta-Rúss­lands, segir Jev­gení Prigó­sjín ekki vera í Hvíta-Rússlandi.

Prigó­sjín fer fyrir Wagner-málaliðahópnum, og stóð að misheppnaðri uppreisn gegn rússneskum stjórnvöldum 24. júní síðastliðinn. Lúka­sj­en­kó segir Prigó­sjín vera í Pétursborg í Rússlandi og að sveitir hans séu í búðum sínum þar í borg.

Forseti Hvíta-Rússlands var lykilmaður í því að afstýra áframhaldi uppreisnar Wagner-hópsins. Prigó­sjín var lofað öryggi fyrir sig og menn sína í skiptum fyrir það að hætta uppreisninni. Tryggingin fólst meðal annars í því að Prigó­sjín og menn hans fengu skjól í Hvíta-Rússlandi.

Í síðustu viku sagði Lúkasjenkó Prigó­sjín vera í Hvíta-Rússlandi, en segir í dag hann vera í Pétursborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka