Alls hafa yfir 70 milljón notendur skráð sig á nýja samfélagsmiðilinn Threads, sem svipar til Twitter. Threads er í eigu Meta, móðurfyrirtækis Facebook og Instagram. CNBC greinir frá.
Miðillinn var tekinn í gagnið á miðvikudaginn og var notendum Instagram gert kleift að skrá sig í gegnum miðilinn á Threads, sem er sagt auka samkeppnishæfni miðilsins til muna. Threads er ekki enn sem komið er í boði í ríkjum innan Evrópusambandsins.
Þegar hafa notendur birt um 95 milljón færslur og yfir 190 milljónir brugðist við færslum inn á samfélagsmiðlinum. Threads þarf þá einungis að ná 25% af notendafjölda Instagram, til þess að verða stærri en Twitter.
Twitter íhugar að lögsækja Meta vegna nýja miðilsins, og halda því fram að fyrrverandi starfsfólk Twitter hafi aðstoðað Meta við að setja Threads á laggirnar.