Kynnir hjá BBC sakaður um misneytingu

Kynnir BBC er sakaður um að hafa greitt ungmenni fyrir …
Kynnir BBC er sakaður um að hafa greitt ungmenni fyrir kynferðislegar myndir. AFP

Karlmaður sem starfar sem kynnir hjá bresku fréttaveitunni BBC hefur verið sakaður um að greiða ungmenni fyrir kynferðislegar myndir, allt síðan ungmennið var 17 ára gamalt. Þessu greinir BBC frá en vísar í götumiðilinn The Sun, sem fyrst sagði frá málinu.

Fjölskyldumeðlimir þess sem á í hlut kvörtuðu til BBC þann 19. maí samkvæmt frétt The Sun, þar sem þeim hafi þótt óásættanlegt að kynnirinn starfaði enn hjá BBC en kvaðst ekki hafa tekið við greiðslu fyrir fréttina. 

Notaði peninginn til þess að fjármagna fíkniefnaneyslu

„Málið er í athugun hjá BBC og viðkomandi verður ekki í útsendingu næstkomandi daga,“ segir í frétt BBC. Kynnirinn hefur ekki enn verið nafngreindur.

Móðir meints þolanda, sem er ekki nefndur á nafn og nú 20 ára gamall, segir hann hafa notað fjármunina til þess að fjármagna kaup á kókaíni. Ungmennið hafi áður verið hresst og lífsglatt en eigi nú við fíknivanda að stríða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert