Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í kvöld með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í Istanbúl.
Voru meginefni fundarins aðildarumsókn Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu og aukin vopnaflutningur til Úkraínu. Fundurinn var haldinn á tímamótum, en í dag voru 500 dagar liðnir síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst.
Selenskí hefur verið á ferð og flugi að undanförnu, en hann hefur einnig ferðast til Tékklands, Slóvakíu og Búlgaríu til að undirbúa jarðveginn fyrir leiðtogafund NATO, sem hefst í næstu viku.
Erdogan sagði við blaðamenn eftir fundinn að Úkraínumenn hefðu sýnt og sannað umfram allan vafa að þeir ættu skilið aðild að bandalaginu, en bætti við að hann hefði einnig hvatt Selenskí til þess að hefja viðræður við Rússa um stríðslok.