Sýrland snýst gegn Wagner

Bandamennirnir Bashar al-Assad og Vla­dimír Pútín.
Bandamennirnir Bashar al-Assad og Vla­dimír Pútín. AFP/Alexey Druzhinin

Stjórn­völd í Sýr­landi hafa snú­ist snögg­lega gegn Wagner-málaliðahópn­um eft­ir mis­heppnaða upp­reisn hans heima í Rússlandi.

Stjórn­völd ásamt liðsmönn­um rúss­neska hers­ins í Sýr­landi hafa krafið Wagner-liða á svæðinu til þess að und­ir­rita samn­ing við rúss­neska varn­ar­málaráðuneytið eða yf­ir­gefa Sýr­land ella. Er þetta gert til þess að upp­reisn Wagner-liða breiðist ekki út til Sýr­lands.

Wagner hef­ur gegnt mik­il­vægu hlut­verki

Stjórn­völd í Dam­askus létu ekk­ert hafa eft­ir sér á meðan upp­reisn­inni stóð í síðasta mánuði. Er vitað að menn í her og leyniþjón­ustu Sýr­lands höfðu áhyggj­ur af því að áhrifa upp­reisn­ar­inn­ar myndi gæta í liði rúss­neskra her­manna í Sýr­landi. Herstuðning­ur Rússa hef­ur skipt sköp­um í því að Bash­ar al-Assad sit­ur enn á for­seta­stóli í Sýr­landi.

Rúss­lands­her hef­ur tekið þátt í hernaði í Sýr­landi allt frá ár­inu 2015 og hef­ur flug­her Rússa gegnt mik­il­vægu hlut­verki í því að berja á upp­reisn­ar­mönn­um. Wagner málaliðahóp­ur­inn hef­ur verið í land­inu í svipaðan tíma og hef­ur einkum ann­ast ör­ygg­is­mál í kring­um ol­íuiðnað lands­ins.

Málaliðarn­ir ein­angraðir

Vitað er að Rúss­ar sendu hátt setta her­menn til Sýr­lands strax eft­ir upp­reisn­ina í Rússlandi. Var þeim ætlað að ná stjórn á Wagner-liðum í Sýr­landi. Var þess gætt að málaliðarn­ir gætu ekki ráðfært sig inn­byrðis, til dæm­is með því að skera á síma­lín­ur og með því að hindra önn­ur fjar­skipti. Jafn­vel var þess gætt að málaliðarn­ir gætu ekki talað við ást­vini heima.

Í þess­um aðgerðum Rúss­lands­hers var þess gætt að þeir málaliðar sem ekki sættu sig við þessa nýju skip­an mála væri flogið heim í Ilyus­hin vél­um hers­ins. Nokkr­ir tug­ir málaliða völdu þann kost, sem kom sýr­lensk­um emb­ætt­is­mönn­um á óvart, þar sem þeir gerðu ráð fyr­ir því að fleiri myndu neita afar­kost­un­um og fara í út­legð, að því er seg­ir í frétt Al Jazeera.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert