Sjónvarpsmaður hjá BBC sendur í leyfi

Sjónvarpsmanninum hefur verið vikið frá störfum.
Sjónvarpsmanninum hefur verið vikið frá störfum. AFP

BBC hefur sent sjónvarpsmann í leyfi, sem sakaður er um að hafa greitt ungmenni háar fjárhæðir fyrir kynferðislegt myndefni. Maðurinn er vel þekktur en hefur ekki verið nafngreindur enn. 

Fréttastofan breska sendi frá sér yfirlýsingu þar sem frá þessu er greint. Segist BBC vera í sambandi við lögreglu en fyrst heyrði fréttastofan af málinu í maí á þessu ári. Götumiðillinn The Sun ræddi við móður ungmennisins og birti frétt sína um helgina en í kjölfarið hóf BBC að greina frá málinu.

Hröð atburðarás

Í yfirlýsingu BBC segir að fyrirtækið hafi sett sér skýra verkferla í aðstæðum sem þessum og muni bregðast við nýjum upplýsingum jafnóðum og þær berast. Atburðarásin hafi verið hröð og málið sé flókið.

Nánari upplýsingar verði veittar um málið á næstu dögum og stjórn BBC verði áfram upplýst um málið.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert