Athuga „megrunarlyf“ vegna ábendingar frá Lyfjastofnun

Ljósmynd af sykursýkislyfinu Ozempic.
Ljósmynd af sykursýkislyfinu Ozempic. AFP/Joel Saget

Lyfjastofnun Evrópu athugar nú möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana eftir ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands. 

BBC greinir frá því að þrjú tilfelli hafi komið upp hérlendis en í síðustu viku var greint frá yfirvofandi skort á sykursýkislyfinu Ozempic sem er á meðal þeirra lyfja sem notuð hafa verið til að vinna gegn offitu.

Eftirlitsnefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun, á samt Ozempic, meðal annars skoða lyfin Wegovy og Saxenda.

Sjálfsvígshugsanir eru nú þegar nefnd sem mögulegar aukaverkanir lyfjanna, en ekki sjálfsvíghegðun. 

Tvö tilfelli komu upp hér á landi þar sem einstaklingar glímdu við sjálfvígshugsanir. Annar hafði tekið Saxenda og hinn Ozempic.

Í þriðja tilfellinu hafði einstaklingurinn tekið Saxenda og upplifað sjálfsskaðahugsanir. 

Til að byrja með verða einungis lyf sem innihalda semaglutide og liraglutide til athugunar. 

Ef þú ert að upp­lifa sjálfs­vígs­hugs­an­ir er hjálp­arsími Rauða kross­ins, 1717, op­inn all­an sól­ar­hring­inn. Einnig er net­spjall Rauða kross­ins, 1717.is, opið all­an sól­ar­hring­inn. Píeta-sam­tök­in veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218. Á net­spjalli á Heilsu­vera.is er einnig hægt að ráðfæra sig við hjúkr­un­ar­fræðing um næstu skref. Ef þú ert í bráðri hættu hringdu í 112.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert