Erdogan styður aðild Svía að NATO

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP/Ozan Kose

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hyggst fallast á inngöngu Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið (NATO).

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu nú fyrir skömmu.

Viðræður Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar hafa staðið yfir síðan á síðasta ári en Er­dog­an hef­ur helst staðið í vegi fyr­ir því að Svíþjóð hljóti inn­göngu.

Fyrr í dag var greint frá því að Erdogan myndi einungis samþykkja aðild Svía að bandalaginu gegn því að viðræður yrði teknar upp að nýju um aðild Tyrkja að Evrópusambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka