Fyrsta vikan í júlí var sú heitasta síðan mælingar hófust. Þetta sýna bráðabirgðamælingar Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO).
61 þúsund manns létust í hitabylgjunni sem reið yfir í Evrópu síðasta sumar, að því er fram kemur í rannsókn breska vísindatímaritsins Nature Medicine. Er þar sömuleiðis kallað eftir aðgerðum til þess að vernda viðkvæma hópa komi til fleiri hitabylgja á næstu árum.
Sé ekkert gert gætu orðið yfir 94 þúsund dauðsföll sem rekja má til hnattrænnar hlýnunar fyrir árið 2040, að því er fram kemur í rannsókninni.
Greint hefur verið frá því að árið í ár sé El Niño-ár. El Niño-tímabil er þegar náttúruleg hitasveifla í austurhluta Kyrrahafsins á sér stað
Hitamet hafa verið slegin víða að undanförnu, þar á meðal var meðalhiti í júní sá hæsti sem mælst hefur hjá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa.