Pútín fundaði með Prígosjín

Vla­dimír Pútín Rússlandsforseti fundaði með Jev­gení Prígosjín, stofnanda og leiðtoga …
Vla­dimír Pútín Rússlandsforseti fundaði með Jev­gení Prígosjín, stofnanda og leiðtoga málaliðahóps­ins Wagner, nokkrum dögum eftir mislukkaða uppreisnina. Samsett mynd

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti fundaði með Jev­gení Prígosjín, stofn­anda og leiðtoga málaliðahóps­ins Wagner, þann 29. júní. Var það ein­ung­is nokkr­um dög­um eft­ir mis­lukkaða upp­reisn Wagner-hóps­ins sem hét því að steypa her­for­ystu Rúss­lands af stóli.

Þetta til­kynntu rúss­nesk stjórn­völd í dag. 

„For­set­inn sagði álit sitt á at­b­urðum 24. júní,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kreml­ar, með vís­un í upp­reisn­ina mis­lukkuðu. Þá bætti hann við að Pútín hefði „hlustað á frá­sagn­ir stjórn­enda (Wagner-hóps­ins)“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert