Vladimír Pútín Rússlandsforseti fundaði með Jevgení Prígosjín, stofnanda og leiðtoga málaliðahópsins Wagner, þann 29. júní. Var það einungis nokkrum dögum eftir mislukkaða uppreisn Wagner-hópsins sem hét því að steypa herforystu Rússlands af stóli.
Þetta tilkynntu rússnesk stjórnvöld í dag.
„Forsetinn sagði álit sitt á atburðum 24. júní,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, með vísun í uppreisnina mislukkuðu. Þá bætti hann við að Pútín hefði „hlustað á frásagnir stjórnenda (Wagner-hópsins)“.