Rutte hættir í stjórnmálum

Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, hefur gegnt embættinu frá árinu 2010.
Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, hefur gegnt embættinu frá árinu 2010. AFP/Koen van Weel

Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, hyggst segja skilið við stjórnmálin eftir komandi þingkosningar. Eng­inn í sögu Hol­lands hef­ur setið jafn lengi í sæti for­sæt­is­ráðherra eins og Rutte, en hann hefur gegnt því embætti frá árinu 2010.

Á laugardag var greint frá því að hollenska ríkisstjórnin væri sprungin vegna ágreinings um innflytjendamálin. 

„Þegar ný ríkisstjórn tekur við mun ég hætta í stjórnmálum,“ tilkynnti Rutte óvænt á hollenska þinginu í morgun. 

Rutte leiðir bráðabirgðastjórn þar til kosningar fara fram í fyrsta lagi um miðjan nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert