Styður aðild Svía að NATO gegn einu skilyrði

Recep Tayyip Erdogan segist geta samþykkt aðild Svía að NATO …
Recep Tayyip Erdogan segist geta samþykkt aðild Svía að NATO ef Tyrkland fær að taka upp þráðinn í aðildarviðræðum að ESB. AFP/Ozan Kose

Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, seg­ist geta samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO) gegn því að viðræður um aðild Tyrk­lands að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) verði tekn­ar upp að nýju. 

Þetta tjáði hann fjöl­miðlum áður en hann hélt til Viln­íus í Lit­há­en á fund NATO. Hann sagði að þetta hefði hann sagt Joe Biden, for­seta Banda­ríkj­anna, þegar þeir töluðu sam­an í síma í gær, sunnu­dag. 

Viðræður NATO og Svíþjóðar hafa staðið yfir síðan á síðasta ári en Er­dog­an hef­ur helst staðið í vegi fyr­ir því að Svíþjóð hljóti inn­göngu.

50 ár á dyraþrep­inu

Aðild­ar­viðræður Tyrk­lands í ESB hafa legið niðri síðan árið 2016, en þær hóf­ust árið 2005. Evr­ópuþingið sleit viðræðunum vegna áhyggja af mann­rétt­inda­brot­um sem fram­in eru í Tyrklandi. 

„Ég vil leggja áherslu á eitt. Tyrk­land hef­ur staðið við úti­dyra­h­urðina hjá ESB í hálfa öld. Flest NATO-ríki eru ESB-ríki. Núna vil ég ræða við þessi ríki sem hafa látið Tyrk­land bíða í meira en 50 ár, og ég mun tala við þau í Viln­íus,“ sagði Er­dog­an.

Er­dog­an mun funda með Ulf Kristers­son, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, eft­ir há­degi í dag en fund­ur NATO hefst á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert