2% af landsframleiðslu til varnarmála

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í Vilníus í dag.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í Vilníus í dag. AFP/Petras Malukas

Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa skuldbundið sig til að verja að minnsta kosti tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu sinni til varnarmála.

Þetta kom fram í máli Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, á leiðtogafundi NATO í dag.

Fundurinn hófst í Vilníus í Litháen í dag og stendur fram á miðvikudag.

Ellefu uppfylla viðmiðið

Stoltenberg sagði ellefu bandamenn nú ná að uppfylla viðmiðið og reiknar með að talan muni hækka verulega á næsta ári.

„Við gerum ráð fyrir að þessi tala muni hækka verulega á næsta ári. Í dag skuldbundu bandamenn sig til að verja að minnsta kosti tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu árlega til varnarmála.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka